Ráðstefna um fuglavernd
Fuglavernd stendur fyrir ráðstefnu um fugla laugardaginn 19. apríl, kl. 13-16:30 í Öskju. Ráðstefnan er haldin í samstarfi við Líffræðistofnun Háskóla Íslands og Náttúrufræðistofnun Íslands.
Þórunn Sveinbjarnardóttir, umhverfisráðherra setur ráðstefnuna. Fundarstjórar verða Þorsteinn Sæmundsson, forstöðumaður Náttúrustofu Norðvesturlands og Ásta Þorleifsdóttir, jarðfræðingur.
Á milli fyrirlestra verða stuttar umræður.
Dagskrá fyrirlestra
Jan Ejlstedt, framkvæmdastjóri DOF (danska fuglaverndarfélagsins).
Alþjóðleg fugla- og búsvæðavernd.
Kristinn Haukur Skarphéðinsson og Guðmundur A. Guðmundsson, Náttúrufræðistofnun.
Fuglastofnar á Íslandi, ástand og horfur.
Freydís Vigfúsdóttir, Náttúrufræðistofnun.
Sjófuglar í breytilegu umhverfi.
Tómas Gunnarsson, forstöðumaður Háskólaseturs Snæfellsness.
Búsvæði fugla á Íslandi - sérstaða og framtíð.
Einar Ó. Þorleifsson, Fuglavernd.
Staða fuglaverndar á Íslandi.
ALLIR VELKOMNIR