miðvikudagur 5. maí 2010

Ráðstefna: Auður hafs og stranda

Ráðstefnan Auður hafs og stranda: frumkvæði og sköpunarkraftur til nýtingar menningararfs verður haldin í Ketilhúsinu á Akureyri föstudaginn 7. maí 2010. Fyrirlestrar á ráðstefnunni verða túlkaðir samtímis á íslensku, spænsku og ensku. Kynnið ykkur nánari dagskrá á heimasíðu Stofnunar Vilhjálms Stefánssonar.

Stofnun Vilhjálms Stefánssonar tekur þátt í Evrópuverkefninu Fishernet/Trossan sem er þriggja ára samstarfsverkefni fiskveiðiþjóða í Evrópu og er ráðstefnan hluti af verkefninu.