mánudagur 1. febrúar 2010

Óskað eftir þátttakendum hjá NRF

Northern Research Forum (NRF) auglýsir eftir ungum vísindamönnum og rannsakendum til þátttöku á ráðstefnunni „Our Ice Dependent World" sem fram fer í Osló og Krikenes í Noregi dagana 24. -27. október 2010. Ráðstefnan er einkum ætluð ungu vísindafólki sem er að ljúka, eða hefur lokið, meistaranámi og hyggur á doktorsnám. Einnig er óskað eftir nýdoktorum og doktorsnemum.

Allar nánari upplýsingar má nálgast á heimasíðu Northern Research Forum.