mánudagur 12. júlí 2010

Opin kynning á rannsóknarverkefnum SIT nema

Miðvikudaginn 14. júlí n.k. verður opin kynning á verkefnum nema frá School for International Training (SIT) í Vermont í Bandaríkjunum. Nemarnir hafa undanfarna daga dvalið hjá Háskólasetri Vestfjarða, leggja þeir stund á endurnýjanlega orkugjafa og er dvölin hér liður í nær sumarlöngu námskeiði, Renewable Energy, Technology, and Resource Economics in Iceland. Námskeiðið fer fram fer hjá RES orkuskólanum á Akureyri, í Reykjavík og hér á Ísafirði.

 

Í sambandi við dvölina á Ísafirði hefur hver nemi unnið rannsóknarverkefni og var m.a. leitað eftir samstarfi við aðila hér á svæðinu um þessa verkefnavinnu. Niðurstöður þessara verkefna verða kynntar á opinni kynningu sem haldin verður Athugið að allar kynningar fara fram á ensku. Eftirfarandi verkefni verða kynnt:
  • Viability of bio-diesel production from waste products
  • Hydrogen production from thermophilic bacteria
  • Sustainable management of geothermal resources
  • Sustainability of aluminum production in Iceland
  • Stakeholders in tidal power in the Westfjords
  • Education and awareness of environmental issues
  • Hydropower dam optimization
  • Methane as a stop-gap fuel
  • Social impacts of micro-hydropower
  • Whaling and sustainability
  • Rapeseed bio-fuel for fishing fleet
  • Wind power for Grímsey
  • Carbon capture in Icelandic basalts
  • Energy security for the Westfjords
  • Sustainability of lax aquaculture
Kynningin fer fram á kaffistofu Háskólaseturs og hefst kl 15:00. Hvetjum alla áhugasama til að mæta. Boðið upp á kaffiveitingar.

Viljum einnig nota tækifærið og færa öllum sem lagt hafa nemunum lið bestu þakkir.