miðvikudagur 21. nóvember 2007

Opin bók í Edinborgarhúsinu

Bókmenntakynningin Opin bók verður haldin í Bryggjusalnum í Edinborgarhúsinu kl. 16 laugardaginn 24. nóvember. Kolbrún Bergþórsdóttir bókmenntafræðingur flytur erindi um jólabókaflóðið og rithöfundarnir Einar Kárason, Jón Kalman Stefánsson, Ólína Þorvarðardóttir og Þráinn Bertelsson lesa úr nýútkomnum verkum sínum. Nánari upplýsingar má nálgast hér.