þriðjudagur 16. apríl 2013

Opið hús í Vestrahúsinu

Föstudaginn 19. apríl milli klukkan 15 og 18 verður opið hús í Vestrahúsinu á Ísafirði, Suðurgötu 12. Meðal stofnanna sem opna dyr sínar sérstaklega fyrir gestum eru Starfsendurhæfing Vestfjarða, Rauði krossinn, Hafrannsóknarstofnun, Fjölmenningarsetur, Snjóflóðasetur, Vestri ehf, Ísfang hf, Teiknistofnan Eik og Háskólasetur Vestfjarða.

Nemendur í haf- og strandsvæðastrjónun kynna námið, Háskólasetrið og nemendafélagið Ægi.

Nemendafélagið Ægir stendur einnig fyrir kökubasar og býður gestum sérstaklega að kynnast nemendum yfir kaffispjalli, en þeir koma víðsvegar að úr heiminum.

Allir velkomnir!