Nýtt ritrýnt tímarit um íslenskt þjóðfélag
Félagsfræðingafélag Íslands vekur athygli á nýju ritrýndu tímariti, Íslenska þjóðfélagið, sem félagði gefur út. Tímaritinu er ætlað að vera vettvangur fyrir fjölbreytilegar rannsóknir á íslenska þjóðfélaginu og hvatt er til framlags frá öllum sérsviðum hug- og félagsvísinda sem aukið geta skilning á íslenska þjóðfélaginu sem félagsfræðilegu og félagsvísindalegu viðfangsefni.
Óskað er eftir handritum sem geta átt erindi í tímaritið.
Höfundar og ritrýnar tímaritsins eru meðal helstu sérfræðinga heims um íslenskt þjóðfélag og er því ætlað að vera meðal helstu fræðitímarita á því sviði. Allar greinar eru ritrýndar nafnlaust af 2-3 ritrýnum sem jafnframt njóta nafnleyndar. Ákvörðun um birtingu, höfnun eða boð um endurgerð er að jafnaði tekin innan þriggja mánaða frá því að handrit berst.
Tímaritið er gefið út í opnum aðgangi á netinu og birtast greinar jafnóðum og þær hafa verið samþykktar. Hver árgangur tímaritsins er jafnframt gefinn út á prentuðu formi í árslok. Í fyrsta árgangi tímaritsins (2010) birtust eftirfarandi fjórar greinar:
Guðmundur Ævar Oddsson. 2010. Stéttavitund Íslendinga í kjölfar efnahagshruns. Íslenska þjóðfélagið, 1, 5-26.
Þorgerður Einarsdóttir. 2010. Kreppur og kerfishrun í ljósi kyngerva og þegnréttar. Íslenska þjóðfélagið, 1, 27-48.
Jón Rúnar Sveinsson. 2010. Kreppa, hugmyndafræði og félagslegt húsnæði. Íslenska þjóðfélagið, 1, 49-68.
Sigrún Ólafsdóttir og Jón Gunnar Bernburg. 2010. Fordómar og geðræn vandamál: Samanburður á þremur löndum. Íslenska þjóðfélagið, 1, 69-94.
Tímaritið er öllum opið og birtist á heimasíðunni www.thjodfelagid.is. Þar má finna allar birtar greinar og nánari upplýsingar um ritstjórnarstefnu, frágang greina og verklag við ritrýni. Höfundar eru jafnframt hvattir til að skila greinum rafrænt á heimasíðu tímaritsins.
Ritstjórar tímaritsins eru Ingi Rúnar Eðvarðsson (ire@unak.is) og Þóroddur Bjarnason (thoroddur@unak.is) og veitum við allar nánari upplýsingar um tímaritið. Ritstjórn skipa jafnframt Andrea Hjálmsdóttir, Hermann Óskarsson, Kjartan Ólafsson, Kolbeinn Stefánsson, Kristín Þóra Kjartansdóttir og Þóra Kristín Þórsdóttir.
Óskað er eftir handritum sem geta átt erindi í tímaritið.
Höfundar og ritrýnar tímaritsins eru meðal helstu sérfræðinga heims um íslenskt þjóðfélag og er því ætlað að vera meðal helstu fræðitímarita á því sviði. Allar greinar eru ritrýndar nafnlaust af 2-3 ritrýnum sem jafnframt njóta nafnleyndar. Ákvörðun um birtingu, höfnun eða boð um endurgerð er að jafnaði tekin innan þriggja mánaða frá því að handrit berst.
Tímaritið er gefið út í opnum aðgangi á netinu og birtast greinar jafnóðum og þær hafa verið samþykktar. Hver árgangur tímaritsins er jafnframt gefinn út á prentuðu formi í árslok. Í fyrsta árgangi tímaritsins (2010) birtust eftirfarandi fjórar greinar:
Guðmundur Ævar Oddsson. 2010. Stéttavitund Íslendinga í kjölfar efnahagshruns. Íslenska þjóðfélagið, 1, 5-26.
Þorgerður Einarsdóttir. 2010. Kreppur og kerfishrun í ljósi kyngerva og þegnréttar. Íslenska þjóðfélagið, 1, 27-48.
Jón Rúnar Sveinsson. 2010. Kreppa, hugmyndafræði og félagslegt húsnæði. Íslenska þjóðfélagið, 1, 49-68.
Sigrún Ólafsdóttir og Jón Gunnar Bernburg. 2010. Fordómar og geðræn vandamál: Samanburður á þremur löndum. Íslenska þjóðfélagið, 1, 69-94.
Tímaritið er öllum opið og birtist á heimasíðunni www.thjodfelagid.is. Þar má finna allar birtar greinar og nánari upplýsingar um ritstjórnarstefnu, frágang greina og verklag við ritrýni. Höfundar eru jafnframt hvattir til að skila greinum rafrænt á heimasíðu tímaritsins.
Ritstjórar tímaritsins eru Ingi Rúnar Eðvarðsson (ire@unak.is) og Þóroddur Bjarnason (thoroddur@unak.is) og veitum við allar nánari upplýsingar um tímaritið. Ritstjórn skipa jafnframt Andrea Hjálmsdóttir, Hermann Óskarsson, Kjartan Ólafsson, Kolbeinn Stefánsson, Kristín Þóra Kjartansdóttir og Þóra Kristín Þórsdóttir.