mánudagur 5. maí 2014

Nýsköpunarstyrkur til að ráða námsmann

Auglýst er eftir umsóknum um 4 styrki að upphæð ein milljón hver til fyrirtækja og/eða stofnana sem eru lögaðilar á Vestfjörðum, til þess að ráða nýútskrifaðan háskólanema í nýsköpunarverkefni eða þróunarverkefni á vegum fyrirtækisins/stofnunarinnar. Gert er ráð fyrir að umsækjandi leggi fram a.m.k. jafnháa upphæð laun og launatengdum gjöldum fyrir viðkomandi starfsmanni.


Nýsköpun: Ný eða verulega betrumbætt vara/þjónusta. Þetta getur átt einnig við nýjar aðferðir til að stunda viðskipti með vörur, nýjar markaðsaðferðir, nýir ferlar osfrv.


Nýútskrifaður háskólanemi: Miðað er við að viðkomandi starfsmaður hafi útskrifast á síðastliðnum 12 mánuðum.


Umsóknarfrestur er til 14.maí 2014


Nánari upplýsingar er að finna á namsmenn.atvest.is