Nýsköpun og með því
Nýsköpunarmiðstöð Íslands og Háskólasetur Vestfjarða boða til morgunverðarfundar á Hótel Ísafirði
fimmtudaginn, 29.01.2015, kl. 08:00-09:30
Dagskrá
- Arna Lára Jónsdóttir og Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir, Nýsköpunarmiðstöð Íslands: Tækifæri i líftækni
- Kristin Ósk Jónasdóttir, Háskólasetri Vestfjarða: Meistaranám í sjávartengdri nýsköpun – Tækifæri til nýköpunar
- Dagný Arnarsdóttir, Háskólasetri: Hagnýt verkefni í meistaranámi í Haf- og strandsvæðastjórnun og tækifæri til samstarfs við atvinnulifið
Fundarstjóri: Peter Weiss, forstöðumaður Háskólaseturs
Háskólasetur Vestfjarða og Nýsköpunarmiðstöð Íslands vilja styðja við atvinnulífið með nýsköpun og menntun. Svo það megi takast sem best er mikilvægt að koma á samtali milli atvinnugreinarinnar og okkar.
Við vonumst að sjá sem flesta fulltrúa atvinnulífs, en þessi fundur miðar aðallega við þann hluta atvinnulífs sem fæst við nýtingu sjávarauðlindar og líftækni.
Annar svipaður fundur er áætlaður fyrir fulltrúa annarra greina, m.a. ferðaþjónustu. Einnig er ætlunin að endurtaka svipaða fundi á öðrum svæðum Vestfjarða.