miðvikudagur 30. september 2009

Nýr starfsmaður í móttöku Háskólaseturs

Á dögunum var auglýst staða í móttöku Háskólaseturs Vestfjarða. Um er að ræða hálft starf og bárust 10 umsóknir um starfið. Árný Rós Gísladóttir hefur verið ráðin í stöðuna og hóf hún störf þann 24.september síðastliðinn. Árný Rós er hér með boðin velkomin til starfa við Háskólasetrið.