Ný staða við Háskólasetur Vestfjarða: Marine Innovation
Háskólasetur Vestfjarða auglýsir nýja stöðu fagstjóra í Marine Innovation. Háskólaseturið vill með þessu bæta við sig þekkingu sem tengist málefnum hafsins og jafnframt fjölga nemendum. Nýr fagstjóri vinnur með núverandi fagstjóra meistaranáms í haf- og strandsvæðastjórnun með það að markmiði að styrkja og þróa námskeið á sviði Marine Innovation. Fagstjóri er leiðandi í samstarfi Háskólaseturs og atvinnulífs á sínu sviði. Æskilegt er að fagstjóri á sviði Marine Innovation hafi reynslu af að afla rannsóknarfjár úr samkeppnissjóðum.
Með þessu vill Háskólasetrið tryggja framúrskarandi umsjón með meistaranámi, góð tengsl við atvinnulífið og auka möguleika að sækja í rannsóknarsjóði. Gert er ráð fyrir að fagstjórinn geti tekið að sér einhverja kennslu.
Nánari upplýsingar má nálgast í pdf útgáfu af atvinnuauglýsingunni.
Jafnframt bendir Háskólasetrið á stöðu sjávarlíffræðings, sem er laus til umsóknar hjá Vör Sjávarrannsóknarsetri í Ólafsvík á Snæfellsnesi. Hjá Vör starfar nú m.a. fyrrverandi meistaranemi, sem útskrifaðist úr námsleiðinni í Haf- og strandsvæðastjórnun við Háskólasetrið í júní síðastliðnum.
Nánari upplýsingar um starfið hjá Vör má nálgast hér.