miðvikudagur 25. mars 2009

Nemi í haf- og strandsvæðastjórnun hlýtur rannsóknastyrk frá Atvest

Atvinnuþróunarfélag Vestfjarða tilkynnti í síðustu viku að ákveðið hefði verið að veita Bjarna M. Jónssyni, nema í meistaranámi í haf-og strandasvæðastjórnun við Háskólasetur Vestfjarða, styrk til að rannsaka hafstrauma sem mögulegan orkugjafa. Bjarni hefur þegar samið við Dr. Þorstein Inga Sigfússon um að gerast leiðbeinandi í þessu verkefni. Dr. Þorsteinn Ingi er prófessor við raunvísindadeild Háskóla Íslands og jafnframt forstjóri Nýsköpunarmiðstöðvar.

Starfsfólk og nemendur við Háskólasetur Vestfjarða óska Bjarna til hamingju með styrkveitinguna og velgengis í þessu krefjandi og metnaðarfulla verkefni sem hann á fyrir höndum.