Námstækni fyrir háskólanema
Háskólasetur Vestfjarða býður nú upp á námstækninámskeið fyrir háskólanema, fjarnemum að kostnaðarlausu.
Námskeiðið hefst fimmtudaginn 6. september og verður þrjú skipti, kennt á fimmtudögum frá klukkan 15:00 til 16:30. Kennari verður Kristín Ósk Jónasdóttir, náms- og starfsráðgjafi.
Skipulag námskeiðs:
6. september: Almennt um námstækni en jafnframt verður farið sérstaklega í lestrartækni. Unnin verða verkefni og fyrstu skref í tímaskipulagninu tekin.
13. september: Unnið áfram með tímastjórnun, hvernig best er að skipuleggja tíma sinn og verða meðvitaður um tímaþjófa og frestunaráráttu. Lestrarlíkanið rifjað upp og farið í mismunandi tegundir glósuaðferða.
20. september: Rætt áfram um tímaskipulagningu, unnið með minnistækni og í endann farið í gegnum gagnlega punkta við próftöku.
Skráning fer fram á netfanginu kristin@uwestfjords.is
Námskeiðið hefst fimmtudaginn 6. september og verður þrjú skipti, kennt á fimmtudögum frá klukkan 15:00 til 16:30. Kennari verður Kristín Ósk Jónasdóttir, náms- og starfsráðgjafi.
Skipulag námskeiðs:
6. september: Almennt um námstækni en jafnframt verður farið sérstaklega í lestrartækni. Unnin verða verkefni og fyrstu skref í tímaskipulagninu tekin.
13. september: Unnið áfram með tímastjórnun, hvernig best er að skipuleggja tíma sinn og verða meðvitaður um tímaþjófa og frestunaráráttu. Lestrarlíkanið rifjað upp og farið í mismunandi tegundir glósuaðferða.
20. september: Rætt áfram um tímaskipulagningu, unnið með minnistækni og í endann farið í gegnum gagnlega punkta við próftöku.
Skráning fer fram á netfanginu kristin@uwestfjords.is