Námskeið um upplýsingatækni á heilbrigðissviði
Upplýsingatækni á heilbrigðissviði I: námskeið á meistarastigi
-haust 2008 - einnig í fjarkennslu - 3 ein. (6 ECTS) - kennt á ensku
Upplýsingatækni á heilbrigðissviði I er námskeið á meistarastigi sem veitir 3 einingar og er fjarkennt um landið. Námskeiðið er viðurkennt af Heilbrigðisdeild Háskólans á Akureyri. Þátttakendur sem eru í meistaranámi við HA eða aðra menntastofnun geta farið fram á að einingarnar teljist sem hluti meistaragráðunnar. Þátttakendur sem standast námskeiðið fá skírteini því til staðfestingar þar sem fram kemur einkunn og einingafjöldi. Einnig er mögulegt að sitja námskeiðið án þess að þreyta próf og fá staðfesta þátttöku.
Lýsing: Markmið námskeiðsins er að veita þátttakendum grundvallar skilning á upplýsingatækni á heilbrigðissviði, t.a.m. á heilbrigðismálum á netinu, á rafrænum sjúkraskrám, á stjórnhjálparkerfum (decision support systems) fyrir fagfólk í heilsugæslu og sjúklinga, á gagnreyndri (evidence-based) heilsugæslu og á því sem ber að varast við notkun upplýsingatækni. Þátttakendur munu geta metið áreiðanleika og notkunarmöguleika heilbrigðisupplýsinga á netinu og jafnframt munu þátttakendur geta unnið gagnreynda skýrslu um ákveðinn sjúkdóm.
Markhópur:
* Nemendur á meistarastigi í heilbrigðisvísindum, hjúkrunarfræði og læknisfræði.
* Starfandi læknar og hjúkrunarfræðingar á sjúkrahúsum og heilsugæslustöðvum.
* Fólk sem starfar við upplýsingatækni á heilbrigðissviði.
* Starfsfólk fyrirtækja er starfa á heilbrigðissviði við þjónustu eða vöru- og hugbúnaðarframleiðslu.
Námsmat: Skriflegt 3 tíma próf 45%, ýmis verkefni 55%.
Umsjón: Dr Andrew Brooks (andy@unak.is), Dósent við Háskólann á Akureyri.
Tími: Frá 1. september til 30. nóvember.
Kennt er alla mánudaga og þriðjudaga, nema 13. og 14. október, kl. 16:30-18:00. Skyldumæting er fyrir alla í Háskólann á Akureyri tvær helgar, 11.-12. október og 29.-30. nóvember. Lokapróf verður þreytt á tímabilinu 2. - 15. desember.
Staður: Kennt er frá Sólborg v/Norðurslóð og eru fyrirlestrar fluttir samtímis fyrir staðarnema og fjarnema í fjarkennslumiðstöðvum..
Verð: 83.900 kr.
Umsóknafrestur er til 8.8.2008.
Nánari upplýsingar má finna hér og á heimasíðu Símenntunar HA .