miðvikudagur 7. apríl 2010

Námskeið um ráðningu og starfslok starfsmanna ríkisins

Stofnun stjórnsýslufræða og stjórnmála við Háskóla Íslands í samstarfi við Félag forstöðumanna bjóða upp á námskeiðið Ráðning og starfslok starfsmanna ríkisins (á einnig erindi til sveitarfélaga) þann 13. apríl kl. 9.00-16.00.

 

Hægt að fá móttöku í fjarfundabúnaði.

 

Skráning á námskeiðið hér.

 

Þátttökugjald er 14.500,- 

 

Markhópur er stjórnendur og starfsmenn hjá stofnunum ríkisins, svo og starfsmenn sveitarfélaga sem koma að undirbúningi og ákvörðun um það hver skuli ráðinn í opinbert starf og öðrum ákvörðunum í starfsmannamálum.

 

Markmið námskeiðsins er að þátttakendur öðlist haldgóða þekkingu á því hvernig standa ber að öllum helstu ákvörðunum í málefnum opinberra starfsmanna samkvæmt lögum nr. 70/1996, um réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins og stjórnsýslulögum nr. 37/1993. Fjallað verður um hvaða kröfur eru gerðar til auglýsingar lausra starfa og meðferðar ráðningarmála samkvæmt lögum. Þá verður einnig fjallað um hvaða lagalegu mörk stjórnunarvaldi yfirmanna eru sett og þær reglur sem gilda um starfslok opinberra starfsmanna.

 

Umfjöllunin verður studd dæmum um framkvæmd laganna og þá m.a. vísað til dóma Hæstaréttar og álita umboðsmanns Alþingis.

 

Þátttakendur fá ítarleg yfirlit yfir helstu lagalegu álitamál í tengslum við stjórn starfsmanna hjá hinu opinberasem þeir geta nýtt sér í daglegum störfum að loknu námskeiði. Þá munu þeir fá möppu með öllum helstu dómum og álitum umboðsmanns sem vitnað verður til í námskeiðinu.

 

Umsjón með námskeiðinu og fyrirlesari er Kjartan Bjarni Björgvinsson cand.jur. frá Háskóla Íslands og með meistarapróf frá London School of Economics and Political Science 2006. Kjartan starfaði sem lögfræðingur hjá umboðsmanni Alþingis frá árinu 2002 og sem aðstoðarmaður umboðsmanns Alþingis frá árinu 2006 til 2009. Kjartan hefur kennt stjórnsýslurétt og opinberan starfsmannarétt við Háskóla Íslands um nokkurra ára skeið. Hann starfar nú sem lögfræðingur við EFTA-dómstólinn í Lúxemborg.