föstudagur 9. apríl 2010

Námskeið um próf og próftækni

Miðvikudaginn 5. maí kl. 19.00 - 22.00, stendur Fræðslumiðstöð Vestfjarða fyrir námskeiði um próf og próftækni.

 

Fjallað verður um mismunandi gerðir prófa s.s. ritgerða/ krossapróf og hvað þarf sérstaklega að hafa í huga við hverja prófgerð. Skoðaðar verða mismunandi aðferðir við prófundirbúning s.s. lestraraðferðir tímaskipulagningu og sjálfsmat m.a. með vinnu við kortlagningu hvers og eins í gegnum svokallaðan námshring. Einnig verður leitast við að greina helstu orsakaþætti prófkvíða og leiðir til að ráðast gegn honum.

 

Verði er mjög stillt í hóf, 1.000 kr. Hægt að skrá sig hér.