miðvikudagur 5. desember 2012

Námskeið um gerð Leonardo umsókna

Fimmtudaginn 6. desember fer fram námskeið um gerð Leonardo umsókna um yfirfærslu-, mannaskipta- og samstarfsverkefni á vegum Landskrifstofu Menntaáætlunar ESB. Námskeiðið verður í boði í gegnum fjarfund í stofu 5 í Háskólasetrinu.

Dagskrá:
Námskeið í gerð umsókna Leonardo yfirfærsluverkefna kl. 10 - 12

Námskeið í gerð umsókna Leonardo mannaskipta- og samstarfsverkefna kl. 13 - 15


Námskeiðin eru ókeypis og öllum opið.

Skráning fer fram í síma 525 4900 eða með tölvupósti á lme@hi.is