föstudagur 23. janúar 2009

Námskeið í námstækni

Háskólasetur Vestfjarða vekur athygli á því að í dag, föstudaginn 23.janúar kl.17-21, heldur Fræðslumiðstöð Vestfjarða námskeið í námstækni.  Við hvetjum alla háskólanema og frumgreinanema á svæðinu til að nýta sér þetta tækifæri.  Það er Björn Hafberg, náms- og starfsráðgjafi sem er kennari á námskeiðinu og námskeiðið er frítt. 
Skráning á námskeiðið fer fram hjá Fræðslumiðstöð Vestfjarða.