mánudagur 15. ágúst 2011

Minnum á tvö áhugaverð námskeið hjá Símenntun HA

Símenntun Háskólans á Akureyri býður upp á áhugaverð námskeið í haust.

Annars vegar er um að ræða námskeiðið Íslenskur sjávarútvegur - frá auðlind til neytenda. Hvar verða verða verðmætin til? Námskeiðið sem er á háskólastigi er sniðið fyrir starfsmenn fyrirtækja og stofnanna sem tengjast sjávarútvegi eða hafa áhuga á slíkum störfum. Námskeiðið er alls 36 kennslustundir, en kennt verður á miðvikudögum frá 7. september til 30. nóvember kl. 17.00-19.40. Námskeiðið samsvarar 6 ECTS einingum. Sjá nánari upplýsingar í pdf skjali fyrir neðan. Skráningafrestur er til 15. ágúst.

Hins vegar er um að ræða námskeiðið Markaðssetning vöru og þjónustu. Námskeiðið sem einnig er á háskólastigi er ætlað öllum sem starfa við sölu- og markaðssetningu á vöru á þjónustu og er tilgangur þess að auka skilning þátttakenda á hlutverki faglegs markaðsstarfs innan fyrirtækja og samfélags. Námskeiðið er alls 36 kennslustundir og verður kennt á miðvikudögum frá 14. september til 30. nóvember kl. 16.30-19.00. Sjá nánari upplýsingar í pdf skjali fyrir neðan. Skráningafrestur er til 1. september.

Nánari upplýsingar:
Íslenskur sjávarútvegur - frá auðlind til neytenda
Markaðssetning vöru og þjónustu