þriðjudagur 12. apríl 2011

Menntakvika. Ráðstefna í menntavísindum

Kallað er eftir ágripum að erindum fyrir Menntakviku: rannsóknir, nýbreytni og þróun,ráðstefnu í menntavísindum sem haldin verður föstudaginn 30. september 2011 við Menntavísindasvið Háskóla Íslands. Ráðstefnunni er ætlað að kynna og miðla því sem efst er á baugi í rannsóknum og þróun í menntavísindum á Íslandi og tengdum efnum.

Áhugasömum fræðimönnum og sérfræðingum á sviði menntavísinda og öðrum fræðasviðum sem hafa tengingu við sviðið, er boðið að senda inn 200 orða ágrip fyrir 15. Maí 2011.

Ágrip þarf að innihalda stutta lýsingu á markmiði rannsóknar eða þróunarverkefnis, aðferðum og helstu niðurstöðum eða lærdómi. Setja skal ágripið, ásamt öðrum umbeðnum upplýsingum inn á þessa slóð:
http://vefsetur.hi.is/menntakvika/skraning_erinda_menntakviku_2011

Allir þátttakendur eru hvattir til að birta efni í ráðstefnuriti. Um er að ræða tvö ólík form birtinga:

Í fyrsta lagi ritstýrðar greinar sem birtast í ráðstefnuriti eftir yfirlestur sérfræðings á viðkomandi sviði.Í öðru lagi ritrýndar fræðilegar greinar sem standast ýtrustu gæðakröfur.
Stefnt er á að gefa efnið út í lok ráðstefnu, þannig að skilafrestur á greinum verður 7. október 2011 og ráðgert er að ráðstefnuritið komi út í lok árs. Tekið skal fram að birt grein er ekki skilyrði fyrir þátttöku.
Hver og einn þátttakandi getur aðeins flutt eitt erindi á ráðstefnunni og birt eina grein sem aðalhöfundur og verið meðhöfundur að annarri.

ÁGRIPUM SEM BERAST EFTIR 15. MAÍ ER SJÁLFKRAFA HAFNAÐ.

Þegar nær dregur ráðstefnunni verður kallað eftir tillögum að veggspjöldum/posterum. Leiðbeinendum framhaldsnema er bent sérstaklega á að þar er góð leið til að kynna framúrskarandi lokaverkefni á meistara- eða doktorsstigi.
Allir höfundar fá staðfestingu á móttöku ágrips, þegar umsóknafrestur hefur runnið út. Staðfesting stjórnenda um samþykkt eða höfnun ágrips verður send til höfunda fyrir 1. júlí.

Nánari upplýsingar veita Kristín Harðardóttir (krishar@hi.is), Menntavísindastofnun eða Edda Kjartansdóttir (eddakjar@hi.is), SRR.