Málþing um hagræn áhrif menntunar á jaðarsvæði
Dagskrá málþings
Menntun er máttur - fyrir einstaklinga sem og heil svæði. En er aukin menntun ein og sér í þágu jaðarsvæða? Er nóg að tryggja menntun eða þarf meira til? Vestfirðingar og Skotar hafa skoðun á þessu og munu á þessu málþingi leiða saman hesta sína.
Vestfirðingar hafa í gegnum tíðina bariðst fyrir háskólamenntun á svæðinu og um leið fyrir staðbundnu námi á Vestfjörðum. Með tilkomu Háskólaseturs hefur umræðan færst á annað stig.
Á þessu málþingi koma saman fræðimenn eins og Kristinn Hermannsson og Robert Wright frá University of Strathclyde, Nicole Bourque frá University of Glasgow, Vífill Karlsson, sem hefur unnið við Háskólann á Bifröst og Háskólann á Akureyri og Anna Guðrún Edvardsdóttir, sem vinnur að doktorsritgerð í þessum málum á Íslandi og Skotlandi. Svo bætast við fyrirlesarar, sem glíma við þessar spurningar í sínum störfum, Aðalsteinn Óskarsson, Fjórðungssambandi, Shiran Þórisson, Atvimnuþróunarfélagi og Peter Weiss, Háskólasetri. Frekari upplýsingar á vefsíðu.