þriðjudagur 12. janúar 2010

Málfundir um háskólamál og rannsóknir

Mennta- og menningarmálaráðuneytið með Vísinda- og tækniráði og Rannsóknastofu um háskóla stendur fyrir málfundum um framtíð háskóla og rannsókna. Markmiðið er að vinna að sameiginlegum skilningi á aðstæðum háskóla og rannsóknastofnana í samfélagi okkar og móta sýn um uppbyggingu og samstarf menntunar og rannsókna í landinu.

Föstudaginn 15. janúar kl. 13-16 verður næsti málfundur haldinn í Norræna húsinu undir yfirskriftinni Gæði og fjármögnun rannsókn.

 

Fundarstjóri: Guðrún Nordal, formaður vísindanefndar Vísinda- og tækniráðs

 

Dagskrá:

  • Katrín Jakobsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra, Stefna Vísinda- og tækniráðs 2010 til 2012
  • Karl Tryggvason, yfirmaður rannsókna við Karolinska Institutet, Gæðamat á vísindastarfi skóla, deilda og einstaklinga og tengsl þess við fjárveitingar
  • Allyson Macdonald, prófessor við Háskóla Íslands, Gæði - eiginleiki, ferli eða afrakstur?
  • Jóhann Sigurjónsson, forstjóri Hafrannsóknastofnunarinnar, Hafrannsóknir í þágu þjóðar

 

Næsti fundur:

Föstudagur 22. janúar kl. 13-16 í Norræna húsinu

Málfundur um fjármögnun háskólastofnana