föstudagur 13. febrúar 2009

MBA nám - áhugakönnun

Háskóli Íslands í samvinnu við Háskólasetur Vestfjarða vill kanna áhuga Vestfirðinga á þáttöku í MBA námi við Háskóla Íslands 2009 - 2011.

 

Ef viðunandi þátttaka Vestfirðinga fæst verður hluti námsins kenndur við Háskólasetur Vestfjarða á Ísafirði.

 

Áhugasömum er bent á að hafa samband við Sigurð Arnfjörð verkefnisstjóra hjá Háskólasetri í síma 4503043 eða GSM 8649737.

 

„MBA námið í Háskóla Íslands á ávallt að standast samanburð við MBA nám í öðrum sambærilegum skólum. Markmiðið er að skara fram úr."