Lýst eftir umsóknum í ýmis verkefni innan 7. rannsóknaráætlun ESB
Þann 3. september var opnað fyrir umsóknir um rannsóknaverkefni í flestum undiráætlunum 7. rannsóknaáætlunar ESB. Lýst hefur verið eftir umsóknum í eftirtaldar undiráætlanir (umsóknarfrestur í sviga):
Samvinna
heilbrigðisvísindi (3.des 2008)
matvæli, landbúnaður, sjávarútvegur og líftækni (15.jan 2009)
orka (25. nóv og 29. apríl 2009)
umhverfi (8.jan 2009)
félagsvísindi, hagvísindi og hugvísindi (13.jan 2009)
geimtækni (4.des 2008)
öryggismál (4.des 2008)
sameiginlegt kall með áherslu á biorefinaries (2. des 2008)
Undirstöður
rannsóknir í þágu lítila og meðalstórra fyrirtækja (31.okt og 18.des 2008)
þekkingarsvæði (27.jan 2008)
vísindi í samfélaginu (13.jan 2009)
alþjóðlegt samstarf við þjóðir utan EES (12.jan 2008)
Umsóknarfrestur er mismunandi eftir undiráætlun og áherslum, en allar nánari upplýsingar um hvert kall má finna á CORDIS á http://www.cordis.eu/fp7/calls/
Þar er einnig hægt að nálgast vinnuáætlanir, leiðbeiningar og aðgang að rafræna umsóknarkerfinu, EPSS.
Nánari upplýsingar um hverja undiráætlun má fá á heimasíðu 7. rá hjá Rannís á http://www.rannis.is/7ra og hjá landstengiliðum hverrar áætlunar sem þar eru skráðir.