þriðjudagur 11. febrúar 2014

Lokaráðstefna SNAPS 12. febrúar á Ísafirði

Lokaráðstefna SNAPS verkefnisins verður haldin á Ísafirði þann 12. febrúar næstkomandi. SNAPS stendur fyrir Snow, Ice, and Avalanche applications og er samstarfsverkefni styrkt af Norðurslóðaáætlun Evrópusambandsins. Í verkefninu var lögð áhersla á að búa til þjónustu og afurðir sem nýtast þar sem snjór og snjóflóð eru vandamál í samgöngum.

Afurðir verkefnisins sem kynntar verða á ráðstefnunni eru eftirfarandi:

  • Snjókort byggð á gervitunglamyndum - mismunandi gerðir
  • Bætt veðurlíkön og snjólíkön byggð á þeim
  • Skafrenningsspá
  • Snjóflóðaspá fyrir vegi
  • Líkön og gögn sem nýtast í snjóflóðaspá fyrir vegi.
  • Upplýsingagjöf til vegfarenda vegna snjóflóðahættu á vegum.

Ráðstefnan verður á ensku og þar munu sérfræðingar frá Noregi, Svíþjóð og Finnlandi, auk Íslands flytja erindi.

 

Fyrir frekari upplýsingar sjá fréttatilkynningu á vef Veðurstofunnar. Þar er einnig að finna dagskrá.