Lista- og fræðimannadvöl í Skelinni á Hólmavík
Í vetur býður Þjóðfræðistofa á Hólmavík upp á lista- og fræðimannadvöl í fallegu, nýuppgerðu húsi á Hólmavík. Fræði- og listamenn fá að dvelja í húsinu frá einni viku til eins mánaðar á tímabilinu 1. nóvember 2010 til 1. maí 2011. Að jafnaði er dvölin gjaldfrjáls en öllum gestum er skylt að skila af sér framlagi undir lok dvalarinnar í formi sýninga, tónleika, fyrirlestra, námskeiða eða öðru sem um semst við Þjóðfræðistofu. Hægt er að sjá myndir og fá frekari upplýsingar á heimasíðu Þjóðfræðistofu eða á Facebook síðu hennar.
Umsókn ásamt ferilskrá skal senda á katla(hja)icef.is
Ef spurningar vakna má einnig hafa samband við Kötlu Kjartansdóttur í síma 865-4463.
Umsókn ásamt ferilskrá skal senda á katla(hja)icef.is
Ef spurningar vakna má einnig hafa samband við Kötlu Kjartansdóttur í síma 865-4463.