miðvikudagur 28. mars 2012

Lífríki íslenskra linda

Fimmtudaginn 29. Mars kl. 12.15-12.45 flytur Bjarni K Kristjánsson erindið „Lífríki íslenskra linda" í fræðsluernidaröð Samtaka náttúrustofa. Erindi Bjarna verður sýnt í fjarfundarbúnaði í Háskólasetrinu og í Rannsóknarsetri HÍ í Bolungarvík.

Bjarni lauk doktorsprófi frá háskólanum í Guelph árið 2008. Hann hefur stundað rannsóknir á líffræðilegri fjölbreytni. Í rannsóknum sínum hefur Bjarni reynt að meta hvernig vistfræðilegir þættir geta haft áhrif á þróun og mótun líffræðilegrar fjölbreytni, bæði í tengslum við þróun og myndun tegunda og í tengslum við mótun samfélagsgerða.