fimmtudagur 22. maí 2008

Laust starf við Háskólasetur Vestfjarða

Háskólasetur Vestfjarða leitar að starfsmanni í kaffistofu, símsvörun og almenn ritarastörf í hálft starf.

Starfsmaðurinn þarf að vera fjölhæfur og sveigjanlegur og geta leyst móttökuritara af.

 

Starfsmaðurinn vinnur fyrir allar stofnanir í Vestra-húsinu en er ráðinn af Háskólasetri Vestfjarða. Í húsinu vinna um 40 starfsmenn við rannsóknir, kennslu og þjónustu, auk námsmanna og gesta.

 

Starfssvið
Umsjón með kaffistofu
Umsjón með kennslustofum
Almenn ritaraþjónusta
Símsvörun

 

Menntunar- og hæfniskröfur

Menntun sem nýtist í starfi
Þjónustulund og hæfni í mannlegum samskiptum
Áreiðanleiki
Grunnkunnátta í helstu tölvuforritum
Góð kunnátta í íslensku og ensku. Kunnátta í Norðurlandamáli er kostur.

 

Upplýsingar um starfið:
Sigurður Arnfjörð Helgason, sími 450 3043 eða arnfjord@hsvest.is
Umsóknir sendist sem viðhengi á arnfjord@hsvest.is eða í bréfpósti.

 

Umsóknarfrestur er til og með 09.06.2008.