þriðjudagur 2. maí 2023

Laust starf: Markaðs- og vefstjóri

Háskólasetur Vestfjarða leitar að kraftmiklum, metnaðarfullum markaðs- og vefstjóra í fullt starf.


Markaðs- og vefstjóri hefur umsjón með öllu sem viðkemur markaðs- og kynningarmálum Háskólaseturs.
Hann hefur umsjón með markaðssetningu og öflun nemenda í tvær alþjóðlegar meistaranámsleiðir sem
kenndar eru við Háskólasetrið. Einnig sér hann um þróun og uppbyggingu vefsíðu og samfélagsmiðla,
samskipti við fjölmiðla og önnur tilfallandi störf sem snúa að kynningarmálum og innra starfi
Háskólasetursins.


Við leitum að lausnamiðuðum og skapandi einstaklingi sem á auðvelt með að vinna sjálfstætt í
framsæknu og alþjóðlegu háskóla- og rannsóknarumhverfi á Ísafirði.

 

Helstu verkefni og ábyrgð:
- Umsjón með auglýsingum og markaðssetningu meistaranáms
- Skipulagning markaðsherferða
- Samskipti og samningagerð við námsmiðlunarstofur
- Umsjón með samfélagsmiðlum
- Efnisgerð fyrir vef og samfélagsmiðla og/eða umsjón með henni
- Vefumsjón og vefþróun
- Samskipti við fjölmiðla og upplýsingagjöf
- Samskipti við vefforritara
- Textagerð, yfirlestur og ritstjórn efnis á íslensku og ensku
- Verkefnastjórn og önnur tilfallandi störf

 

Menntunar- og hæfniskröfur:
- Háskólamenntun sem nýtist í starfi
- Þekking og reynsla af vefumsjón
- Reynsla af markaðsstarfi, stafrænni markaðssetningu og samfélagsmiðlum
- Skipulagshæfni og hæfni til að vinna sjálfstætt
- Færni í samskiptum
- Góð íslensku- og enskukunnátta í ræðu og riti
- Þekking á Meta Business Manager, Google Analytics og Photoshop eða sambærilegum
myndvinnsluforritum æskileg

 

Ráðningin er ótímabundin. Æskilegt er að nýr starfsmaður geti hafið störf um miðjan ágúst. Upplýsingar
veitir Peter Weiss, forstöðumaður, í síma 450 3045 eða weiss@uw.is .
Umsókn (kynningarbréf og ferilskrá), sendist á Háskólasetur Vestfjarða eða í tölvupósti á weiss@uw.is 


Umsóknarfrestur er til 22. maí 2023.