mánudagur 24. ágúst 2009

Kynningarfundur Tækniþróunarsjóðs

Tækniþróunarsjóður boðar til opins kynningarfundar í húsi Samtaka atvinnulífsins, Borgartúni 35 efstu hæð, þriðjudaginn 25. ágúst kl. 15:00 í tengslum við umsóknarfrest 15. september n.k.

Davíð Lúðvíksson, forstöðumaður hjá Samtökum iðnaðarins, stýrir fundinum.

Starfsmenn Rannís kynna niðurstöður úthlutunar í vor og fjalla um umsóknar- og matsferli sjóðsins.
Boðið verður upp á kaffi og meðlæti á fundinum

Sjá nánar:

http://www.rannis.is/sjodir/taeknithrounarsjodur/taeknithrounarsjodur-frettasida/nr/1914/