miðvikudagur 18. september 2013

Kynningarfundur

Miðvikudaginn 18. september kl. 12-13:00 er kynning á verkefninu Nýtingaráætlun fyrir strandsvæði Ísafjarðardjúps og Jökulfjarða sem nú er að fara í gang.

Fyrir kynningu verkefnissins mun Jamie Alley stundakennari við meistaranám í Haf- og strandsvæðastjórnun vera með kynningu á ensku um skipulagsmál á strandsvæðum.

Kynningin fer fram á kaffistofu Háskólaseturs.