miðvikudagur 29. febrúar 2012

Íslensk þjóðfélagsfræði 2012

Ráðstefna um íslenska þjóðfélagsfræði verður að haldin á Akureyri dagana 20.-21. apríl n.k.. Er um að ræða árlegan viðburð og er þetta í 6. skipti sem ráðstefnan er haldin. Í ár er rannsóknin haldin í tengslum við 25 ára afmæli afmæli Háskólans á Akureyri.

Fjölbreytilegar rannsóknir á íslensku þjóðfélagi verða kynntar og meðal efnis má nefna heilsa og heilbrigðisþjónusta, stjórnmál og stjórnkerfi, afbrot í samfélaginu, fjölskyldur á Íslandi, háskólar og byggðaþróun, menning og samfélag og samfélagsleg áhrif samgangna.

 

Þeir sem hafa áhuga á því að flytja erindi eða kynna veggspjald á ráðstefnunni skulu senda titil og 150 orða útdrátt á netfangið ha.radstefna2012@gmail.com fyrir 1. mars 2012.

 

Skráning á ráðstefnuna er hafin og felst í því að senda nafn, netfang, símanúmer og aðsetur á ha.radstefna2012@gmail.com í síðasta lagi 1. Apríl 2012. Skráningargjald er kr. 5.000, innifalið er þátttaka, gögn ráðstefnunnar, kaffiveitingar og móttaka. Nemendur skrái sig einnig á ráðstefnuna en eru undanþegnir skráningargjaldi.

Nánari upplýsingar og drög að dagskrá má finna hér.