mánudagur 2. september 2013

Í byrjun tveggja alda - ráðstefna

Stofnun Rögnvaldar Á Ólafssonar ásamt samstarfsaðilum boðar til ráðstefnu í haustbyrjun 2013. 

Í byrjun tveggja alda - hugsjónir aldamótakynslóðarinnar bornar saman við samtímann og þá framtíðarsýn sem við okkur blasir. Hvar stöndum við nú hvað varðar umhverfis- og samfélagsmótun og í hvað stefnir? Hvað getum við lært af þeirri hugmyndafræði og þeim aðferðum sem beitt var í byrjun síðustu aldar?


Dagskráin samanstendur af fyrirlestrum, stuttum kynningum, pallborðsumræðum og samræðuhópum. Hún er hugsuð fyrir fagfólk jafnt sem almenning og verður lögð áhersla á að þátttakendur nái að hittast og ræða saman utan dagskrár með því m.a. að taka þátt í skoðunarferðum og hátíðardagskrá að Núpi.

Ráðstefnan fer fram á Hrafnseyri í Arnarfirði, á fæðingarstað Rögnvaldar að Núpi í Dýrafirði og í Edinborgarhúsinu á Ísafirði 6. og 7. september 2013. Áhugasamir eru beðnir um að skrá sig sem allra fyrst. Nánari upplýsingar um dagskrá, fyrirlestra og skráningu má nálgast á Facebook síðu ráðstefnunnar