Húsnæði óskast fyrir nemendur
Í haust stefnir í metaðsókn í meistaranám við Háskólasetur Vestfjarða samhliða því að nýja námsleiðin í sjávarbyggðafræði eflist og styrkist. Af þeim sökum leitar Háskólasetur Vestfjarða að hentugu húsnæði fyrir nýnema frá og með næsta hausti til u.þ.b. eins árs.
Háskólasetrið kynnir það húsnæði sem í boði er fyrir nemendum og kemur á tengslum milli leigusala og væntanlegs leigjanda. Leigusamningur er gerður beint milli leigjanda og húseiganda.
Óskað er eftir íbúðum með húsgögnum, baði, þvotta- og eldunaraðstöðu eða herbergjum með húsgögnum og aðgangi að baði, þvotta- og eldunaraðstöðu.
Allar nánari upplýsingar veitir Peter Weiss, forstöðumaður í síma 450 3045 eða weiss@uw.is.