föstudagur 7. janúar 2011

Húsnæði óskast

Þrír skiptinemar frá Hollandi eru að leita að húsnæði á Ísafirði. Þær munu hefja nám í meistaranámi í haf- og strandsvæðastjórnun þann 14. febrúar og ljúka námi 1. júlí. Þær vilja búa saman og eru því að leita að íbúð með þremur svefnherbergjum og með húsgögnum.

Vinsamlegast hafið samand við Albertínu, starfsmann Háskólaseturs ef þið vitið um íbúðir á lausu, í gegnum netfangið albertina(hja)uwestfjords.is eða í síma 450-3043.