Húsnæði fyrir nema
Í september n.k. mun Háskólasetrið taka á móti nýjum hóp meistaranema í haf- og strandsvæðastjórnun og er nú leitað að hentugu húsnæði fyrir nýnemana, frá og með mánaðamótunum ágúst/september til u.þ.b. eins árs.
Háskólasetur sér um milligöngu, þ.e. kynningu á húsnæðinu ásamt tengingu milli eiganda og væntanlegs leigjanda. Leigusamningur er gerður milli leigjenda og húseigenda.
Leitað er að íbúðum með húsgögnum, baði, þvotta- og eldunaraðstöðu eða herbergjum með húsgögnum með aðgang að baði, þvotta- og eldunaraðstöðu. Kostur ef húsnæðið er í göngufæri við Háskólasetrið.
Háskólasetur sér um milligöngu, þ.e. kynningu á húsnæðinu ásamt tengingu milli eiganda og væntanlegs leigjanda. Leigusamningur er gerður milli leigjenda og húseigenda.
Leitað er að íbúðum með húsgögnum, baði, þvotta- og eldunaraðstöðu eða herbergjum með húsgögnum með aðgang að baði, þvotta- og eldunaraðstöðu. Kostur ef húsnæðið er í göngufæri við Háskólasetrið.
Nánari upplýsingar veitir Pernilla Rein, verkefnastjóri í síma 450-3044 eða pernilla(hjá)uwestfjords.is.