fimmtudagur 26. ágúst 2010

Húsgögn handa nemendum

Þessa dagana eru nýnemar meistaranámsins í haf- og strandsvæðastjórnun við Háskólasetrið að lenda á Ísafirði. Alls hefja 25 nemendur nám að þessu sinni. Þeir leigja íbúðir og herbergi víða á Ísafirði og eru í óða önn að koma sér fyrir áður en kennsla hefst á mánudaginn.

Margir nemendanna eru því að leita að ýmiskonar húsgögnum, gefins, að láni, eða fyrir lítið. Þeir sem eiga húsgögn í geymslu og vilja losna við þau eru hvattir til að hafa samband við Albertínu Friðbjörgu, verkefnastjóra við Háskólasetur Vestfjarða í síma 450 3043, eða í netfanginu albertina(hja)uwestfjords.is.