þriðjudagur 20. október 2020

Hertar aðgerðir vegna Covid19 - Hólfaskipting í Háskólasetri - Uppfært 20.10.2020

Eins og áður hefur komið fram á þessum vettvangi eru í gildi strangari reglur til að koma í veg fyrir frekari útbreiðslu COVID-19. Þessar reglur eru enn í gildi og hafa þær verið framlengdar, að mestu óbreyttar. Við reglurnar bætist 2 metra samskiptafjarlægð, auk grímuskyldu þar sem 2 metrum er ekki við komið. Hópar í Háskólasetrinu verða áfram aðskildir samkvæmt neðangreindum uppfærðum skiptingum.

Sjá reglugerð um takmörkun á skólastarfi vegna farsóttar.

Tímarammi: 19.10.2020-07.11.2020

Aðgreiningu hópa er ætlað að minnka mögulegt smit á milli hópa og auðvelda rakningu ef til kemur. Háskólasetrið er vinnustaður sem er deilt af nokkrum nemendahópum og stofnunum. Takmörkun á samgangi minnkar áhættu af smitum.

Aðgreining hópa verður samkvæmt eftirfarandi reglum:

Fjarnemar, breytileg fjöldatala, u.þ.b. 6-7 í húsinu að jafnaði. Fjarnemar skulu nota lesherbergi á jarðhæð.

Inngangur: Aðalinngangur Háskólaseturs. Útgangur, aðalinngangur Háskólaseturs.

Kaffistofa: Engin kaffistofa.

Salerni: Salerni á jarðhæð gengt Skógræktinni.

CMM31 – Oceanography, 20 20 nemendur skráðir, stofur 1 og 3, sjálfsnám og fjarnám til 23.10.2020.

Á tímabilinu 26.10.2020-03.11.2020 fer öll kennsla þessa hóps fram í Hömrum, sal TÍ að Austurvegi á morgnanna en einstaklingsnám og fundir fara fram í stofum 1 og 2 eftir hádegi.

Inngangur: Aðalinngangur. Útgangur um port til að takmarka umferð um ganga.

Kaffistofa: Kaffistofa í suðausturhorni

Salerni: Salerni fyrir hreyfihamlaða

Tími: 08:00-16:00.

CRD03 – Regional Economy, 9 nemendur skráðir, stofa 4.

Time: 08-12:30

Inngangur: Aðalinngangur. Útgangur um eldhús í port til að takmarka samgang. Síðasti aðili sem fer út þarf að loka hurðinni innanfrá og fara út um aðalinngang.

Kaffistofa: Aðalkaffistofa Háskólaseturs.

Salerni: Aðalsalerni Háskólaseturs.

Tími: 8:00-12:30

GCC, 8 nemendur skráðir, stofa 5

Time: 13:00-16:00

Inngangur: Aðalinngangur. Útgangur um eldhús í port til að takmarka samgang. Síðasti aðili sem fer út þarf að loka hurðinni innanfrá og fara út um aðalinngang.

Kaffistofa: Aðalkaffistofa Háskólaseturs

Tími: 13:00-16:00

Toilets: UW main toilets 

Annars árs nemendur CMM/CRD, árgangur 2019. Fjöldi óljós, u.þ.b. 5 á hverjum tíma. Skulu nota bókasafn.

Inngangur: Aðalinngangur Háskólaseturs. Útgangur aðalinngangur Háskólaseturs.

Kaffistofa: Engin kaffistofa.

Kennarar og starfsfólk. Þeim er heimilt að fara yfir sótthólfalínur ef nauðsyn krefur.

Rannsóknarmenn noti sínar skrifstofur sem fyrr.

Inngangur: Aðalinngangur. Útgangur, aðalinngangur Háskólaseturs.

 

Gestir eru ekki leyfðir í Háskólasetrinu frá tímabilinu 05.10.2020-19.10.2020, að undanskildum gestakennurum sem koma vegna námskeiða.

Aðgengi að prentara og ljósritunarvél:

Nemendur geta prentað út með aðstoð frá riturum. Ritarar koma prentuðu efni til viðkomandi eftir þörfum. Ljósritun skal gerð í samráði við ritara.

Aðgengi að starfsmönnum og kennurum:

Starfsmenn og kennarar skulu ekki taka á móti nemendum í skrifstofum sínum. Samskipti nemenda við kennara skal fara fram í kennslustofu eða í gegnum Internetið (tölvupóstur, Zoom, sími). Samskipti milli nemenda og starfsfólks skulu fara fram í gegnum tölvupóst, síma eða Zoom.

Grímunotkun

Í samræmi við gildandi viðmið skal nota grímur allstaðar þar sem eins meters samskiptafjarlægð verður ekki tryggð og þar sem hópar blandast.

Hópareglurnar hér að ofan tryggja að hópar blandast ekki, ekki einu sinni á göngum. Í kennslustofum er unnt að tryggja eins meters samskiptafjarlægð. Engu að síður er ráðlagt að hafa grímur til taks og notkunar í Háskólasetrinu og mun Háskólasetrið sjá nemendum fyrir grímum. Vinsamlegast gæti þess að nota grímurnar á réttan hátt samkvæmt leiðbeiningum.

Skráning í námskeið

Námskeið verða kennd samkvæmt áætlun. Á meðan Háskólasetrið getur fylgt settum reglum um staðkennslu verður kennslunni haldið áfram.

Lokað um helgar

Háskólasetrið verður lokað um helgar á tímabilinu frá 10. október til 18. október, til að takmarka samgang milli hópa.

Mælst er til þess að nemendur, kennarar og starfsfólk forðist aðstæður þar sem hætta er á smiti. Óþarfa ferðalög eru ekki ráðlögð á þessum tíma, einkum til Reykjavíkur. Hið sama gildir um einkasamkvæmi þar sem stórir hópar úr ólíkum áttum koma saman.

Við vonumst eftir skilningi allra hlutaðeigandi hvað þessar reglur varðar. Þær eru settar í framkvæmd til að mögulegt sé að halda úti kennslu og til að minnka áhrif ef smit kemur upp meðal nemenda, kennara eða starfsfólks.

Vinsamlegast munið eftir persónubundnum sóttvörnum, handþvotti, samskiptafjarlægð og notkun grímna þar sem það á við. Persónubundnar sóttvarnir hafa reynst best til að stemma stigu við sýkingum.