þriðjudagur 7. febrúar 2012

Háskólasetur leitar að tilboðum í rútuferðir í sumar

Háskólasetur Vestfjarða á von á stórum hópi námsmanna á íslenskunámskeið í ágúst. Einnig á setrið von á minni hópum í vettvangsskóla og minni námskeið sem og á ráðstefnur í sumar og haust. Á næstu vikum mun Háskólasetrið leita eftir tilboðum frá rútufyrirtækjunum vegna ferða þessara hópa.

Sem stendur er leitað eftir tilboðum í rútuferðir fyrir íslenskunámskeið og í ráðstefnu.

Hluti af þeim stóra íslenskunemum Háskólaseturs árið 2011.
Hluti af þeim stóra íslenskunemum Háskólaseturs árið 2011.