Háskólasetur leitar að tilboðum í gistingu í ágúst
Háskólasetur Vestfjarða mun í sumar halda stórt íslenskunámskeið í samvinnu við Alþjóðaskrifstofu Háskólastigsins.
Háskólasetrið leitar því að tilboðum í gistingu fyrir 70-80 manns í tveggja manna herbergjum í þrjár vikur, tímabilið 03.08.09-22.08.09.
Námsmenn eiga að hafa aðgang að eldunaraðstöðu. Ef eldunaraðstaða er ófullnægjandi, á að vera matur í boði á hagstæðu verði.
Námsmenn eiga að hafa kost á að komast í kennslu í Háskólasetrið, ella skal kennsluhúsnæði vera á staðnum.
Ákvörðun verður tekin í samráði við Alþjóðaskrifstofu og verður hagur námsmanna og kröfur túngumálakennslunnar hafðar til hliðsjónar.
Tilboðin sendist fyrir 23.01.09
til Peter Weiss, forstöðumanns:
weiss@hsvest.is, eða Suðurgötu 12, 400 Ísafjörður