föstudagur 5. ágúst 2011

Háskólahraðlestin á ferð í Bolungarvík

Í tilefni aldarafmælis Háskóla Íslands árið 2011 hefur Háskólahraðlestin verið á ferðinni vítt og breitt um landið með fjölbreytta dagskrá. Laugardaginn 13. ágúst verður lestin á ferð í Bolungarvík. Á dagskrá hraðlestarinnar að þessu sinni verða fjölbreytt atriði, t.a.m. mun Sprengjugengið sýna listir sínar, auk þess sem japönsk, frönsk og íslensk menning verður kynnt. Nánari upplýsingar má nálgast hér.