föstudagur 15. júní 2012

Háskólahátíð 17. júní 2012

Árið 2012 útskrifast fjórtán nemendur úr meistarnámi í haf- og strandsvæðastjórnun, sem er kennt hjá Háskólasetri Vestfjarða í samvinnu við Háskólann á Akureyri. Auk þess mun útskrifast góður hópur fjarnema frá HA (úr hjúkrunarfræði, viðskiptafræði og kennslufræði). Formleg útskrift er frá HA var þann 9. júní, en Háskólasetrið mun af þessu tilefni efna til háskólahátíðar á Hrafnseyri þann 17. júni 2012.

Í tilefni háskólahátíðar bjóðum við hjartalega velkomna alla fyrrverandi og núverandi nema, kennara, starfsmenn, stjórnarmenn og stofnaðila, sem og fyrir samstarfsmenn og velunnara Háskólasetursins síðastliðin ár.

Það er Háskólasetrinu mikill heiður að rektor Háskólans á Akureyri hefur tilkynnt komu sína eins og í síðastliðin ár. Auk þess er von á eldri nemendum sem og kennurum. Við vonumst til að sjá sem flesta velunnara Háskólasetursins á þessum hátíðardegi á Hrafnseyri.

Dagsrká:
12:15-13:15 Hátíðleg athöfn á Hrafnseyri í tilefni útskriftar
13:30 Lautarferð fyrir innan Bælisbrekkuna
14:00 Guðsþjónusta á Hrafnseyri í tilefni þjóðhátíðardags
15:00 Þjóðhátíðardagskrá á Hrafnseyri, ræður, leikrit, kaffi.
17:00 Rúta Hrafnseyri-Ísafjörður með viðkomu á Ísafjarðarflugvelli (skráning)
18:35-19:15 Flug Ísafjörður-Reykjavík
20:00- Grillkvöld í Háskólasetri Vestfjarða í umsjón nemendafélagsins Ægis (skráning)

Hátíðleg athöfn á Hrafnseyri er opin gestum á meðan húsrúm leyfir.

Frá fyrstu útskrift meistaranema á Hrafnseyri 17. júní árið 2010. Útskriftarnemar ásamt menntamálaráðherra, rektor HA og forstöðumanni Háskólaseturs.
Frá fyrstu útskrift meistaranema á Hrafnseyri 17. júní árið 2010. Útskriftarnemar ásamt menntamálaráðherra, rektor HA og forstöðumanni Háskólaseturs.