Háskólahátíð
Þann 17. júni 2010 munu fyrstu meistaranemar í haf- og strandsvæðastjórnun hjá Háskólasetri Vestfjarða útskrifast af HA og býður Háskólsetrið í því tilefni til háskólahátíðar á Hrafnseyri. Það er Háskólasetri mikill heiður að bæði menntamálaráðherra og rektor taka þátt í háskólahátíðinni. Hátíðlega athöfnin kl. 12-13 er opin almenningi meðan húsrúm á Hrafnseyri leyfir.