mánudagur 23. mars 2009

Glókollur á Vesturlandi

Fimmtudaginn 26. mars, næstkomandi kl. 12.15-12.45. flytur Róbert A. Stefánsson, líffræðingur á Náttúrustofu Vesturlands, erindi sitt og Menju von Schmalensee "Glókollur á Vesturlandi".

Erindið er aðgengilegt í fjarfundarbúnaði í Háskólasetri Vestfjarða á Ísafirði, í Patreksskóla á Patreksfirði og í Rannsóknarsetri Háskóla Íslands í Bolungarvík. Allir velkomnir.

Næsta fræðsluerindi kemur síðan frá Náttúrustofu Vestfjarða og fer fram fimmtudaginn 30. apríl.