fimmtudagur 20. ágúst 2009

Fyrirlestur um söfnun John Levy á Íslandi

Miðvikudaginn 26. ágúst býður Þjóðfræðistofa á Hólmavík upp á fyrirlestur með Katherine M. Campbell lektor við Edinborgarháskóla. Í fyrirlestrinum mun Katherine fjalla um hinn mikilvirka safnara John Levy og söfnun hans hér á landi. Nánari upplýsingar má nálgast á vef Þjóðfræðastofu.