þriðjudagur 5. nóvember 2013

Frumgreinanám við Háskólann í Reykjavík

Búið er að opna fyrir umsóknir um frumgreinanám HR á vorönn. Umsóknarfrestur er til 5. desember.

Nemendur sem hefja nám á 1. önn frumgreinanámsins í fjarnámi er kennt af kennurum Háskólaseturs Vestfjarða, en frá árinu 2008 hefur verið samstarf um kennslu á milli Frumgreinadeildar HR og Háskólaseturs.

Allir sem hafa hug á frekari námi og vantar grunn til að sækja háskólanám eru hvattir til að kynna sér frumgreinanámið og má finna frekari upplýsingar á heimasíðu Háskólans í Reykjavík.