fimmtudagur 15. september 2011

Frásagnasafnið – opnun á laugardag

Þjóðfræðistofa og Skaftfell standa nú fyrir söfnun á frásögnum allra íbúa sveitarfélaganna Strandabyggðar og Seyðisfjarðar. Söfnunin er í formi frásagna sem teknar eru upp á myndband og fær hver viðmælandi að velja eigið frásagnarefni. Um er að ræða einskonar svipmyndir sem saman lagðar gefa sneiðmynd af samfélaginu. Myndefnið verður aðgengilegt í söfnunarmiðstöðinni í sýningasal Skaftfells og í Þróunarsetrinu á Hólmavík.

Svissnenski listamaðurinn Christoph Büchel, listrænn stjórnandi Skaftfells árin 2011 og 2012, á frumkvæði að verkefninu en það er styrkt af Menningarráði Vestfjarða og Menningarráði Austurlands.

Laugardaginn 17. september, kl. 17.00, í Þróunarsetrinu á Hólmavík, verður verkefnið kynnt frekar og sýndar verða fyrstu frásagnirnar sem safnast hafa.