Fólksflutningar: NORFACE auglýsir rannsóknastyrki
Rannsóknaráð og rannsóknasjóðir í 14 Evrópulöndum hafa í sameiningu sett upp rannsóknaáætlun á sviði fólksflutninga. Alls hafa safnast 23 milljónir evra (um 2,5 milljarðar íslenskra króna) til fjármögnunar rannsókna á sviðinu. Áætlunin nær fyrst og fremst til þriggja þátta sem tengjast fólksflutningum:
1. Orsakir og afleiðingar.
2. Aðlögun.
3. Samheldni og deilur.
Hægt er að sækja um styrki á bilinu ½ milljón til 4 milljónir evra til rannsóknaverkefna. Verkefnin skulu unnin í samstarfi vísindamanna frá í það minnsta þremur af löndunum 14 og verkefnin geta varað í allt að 4 ár.
NORFACE auglýsir nú eftir forumsóknum og rennur skilafrestur út þann 10. september 2008.
Nánari upplýsingar veitir Eiríkur Smári Sigurðarson hjá Rannís (5155816/8958253): eirikur@rannis.is