Fjarnám í sálfræði við Háskólann á Akureyri
Þær gleðifréttir bárust Háskólasetri Vestfjarða í síðustu viku að Háskólinn á Akureyri hyggst vinna að því með öllum ráðum að koma til móts við þá Vestfirðinga sem sóttu um að hefja fjarnám í sálfræði við skólann í haust, en um u.þ.b. 15 Vestfirðingar sóttu um að hefja fjarnám í sálfræði við HA í haust. Ekki nóg með það þá er skólinn að skoða þann möguleika að bjóða upp á fjarnám í öllum greinum sem kenndar eru við félagsvísindadeild skólans frá og með haustinu 2011.
Mánudaginn 28.júní kl.17:00 verður haldinn kynningarfundur í Háskólasetri Vestfjarða á þessum möguleikum í fjarnámi við félagsvísindadeild Háskólans á Akureyri. Fulltrúar frá Háskólanum á Akureyri munu koma til Ísafjarðar og kynna námið.
Við félagsvísindadeild Háskólans á Akureyri er boðið upp á nám til BA prófs í eftirfarandi greinum:
Þeir sem hafa áhuga á fjarnámi í ofantöldum greinum eru hvattir til að mæta á kynningarfundinn og fá nánari upplýsingar frá fulltrúum Háskólans á Akureyri.
Mánudaginn 28.júní kl.17:00 verður haldinn kynningarfundur í Háskólasetri Vestfjarða á þessum möguleikum í fjarnámi við félagsvísindadeild Háskólans á Akureyri. Fulltrúar frá Háskólanum á Akureyri munu koma til Ísafjarðar og kynna námið.
Við félagsvísindadeild Háskólans á Akureyri er boðið upp á nám til BA prófs í eftirfarandi greinum:
- Fjölmiðlafræði
- Nútímafræði
- Samfélags- og hagþróunarfræði
- Sálfræði
- Þjóðfélagsfræði
Þeir sem hafa áhuga á fjarnámi í ofantöldum greinum eru hvattir til að mæta á kynningarfundinn og fá nánari upplýsingar frá fulltrúum Háskólans á Akureyri.