Ferðastyrkir Stofnunar fræðasetra HÍ
Veittir verða tvenns konar styrkir:
a) Einstaklingsstyrkir, allt að 50.000 kr., fyrir meistara- og doktorsnema. Ferðin skal vera samþykkt af leiðbeinanda og styrkþegi skal að ferðinni lokinni skila greinagerð til stjórnar Stofnunar fræðasetra Háskóla Íslands.
b) Hópastyrkir vegna vettvangsferða nemenda í grunn- eða framhaldsnámi. Styrkur allt að 200.000 kr, háð fjölda nema, áfangastað, tímalengd og eðli ferðar. Háskólakennarar geta sótt um styrkina
Styrkveiting er háð samþykki forstöðumanns viðkomandi fræðaseturs.
Stofnun fræðasetra Háskóla Íslands starfrækir Rannsókna- og fræðasetur á Stykkishólmi, Bolungarvík, Húsavík, Egilsstöðum, Höfn, Vestmannaeyjum, Hveragerði og Sandgerði. Setrunum er m.a. ætlað að skapa aðstöðu til rannsókna á landsbyggðinni, auka möguleika til menntunar í hinum dreifðari byggðum og styrkja tengsl Háskóla Íslands við atvinnu og þjóðlíf. Sjá www.fraedasetur.hi.is
Stjórn Stofnunar fræðasetra H.Í. fjallar um umsóknir um ferðastyrkina tvisvar á ári.
Umsóknarfrestur fyrir úthlutun vegna ferða á haustmisseri 2008 rennur út 29. agúst kl. 16:00.
Umsóknum skal skila til Stofnunar fræðasetra Háskóla Íslands, Tæknigarði, Dunhaga 5, 107 Reykjavík
Nánari upplýsingar veitir Birna Gunnarsdóttir, s. 252-4707 / birnag@hi.is